Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Eftir maí 6, 2015Fréttir

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónum króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Eftirtalin bakarí selja brjóstabollur um mæðradagshelgina:

Almar bakari

Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn

Bakarameistarinn

Kópavogi og Reykjavík

Bakarinn

Ísafirði

Bakstur og veisla

Vestmannaeyjum

Bernhöftsbakarí

Reykjavík

Björnsbakarí

Seltjarnarnesi og Reykjavík

Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co.

Akureyri

Brauðgerð Ólafsvíkur

Ólafsvík

Gamla Bakaríið

Ísafirði

Geirabakarí hf.

Borgarnesi

Guðnabakarí

Selfossi

Hjá Jóa Fel. Brauð og kökulist

Reykjavík, Kópvogi og Garðabæ

Hérastubbur

Grindavík

Kökuhornið/Lindabakarí ehf

Kópvogi

Kökuval

Hellu

Mosfellsbakarí

Mosfellsbæ og Reykjavík

Okkar bakarí

Garðabæ

Reynir bakari

Kópvogi

Sigurjónsbakarí

Reykjanesbæ

Sveinsbakarí

Reykjavík

Valgeirsbakarí

Reykjanesbæ