Skip to main content

Bleikur október

Eftir október 3, 2011Fréttir

Október er alþjóðlegur mánuður brjóstakrabbameins og er víða um heim notaður til að vekja athygli á sjúkdómnum og safna fé til rannsóknar á brjóstakrabbameini. Göngum saman mun afhenda íslenskum rannsakendum rannsóknastyrki alls að upphæð 6 milljóna þann 28. október n.k. og síðan verður dansað í Iðnó um kvöldið til styrktar málefninu.

Á laugardaginn hófst formlega árverkefni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, BLEIKA SLAUFAN, og stefnir félagið að því að selja 50 þúsund slaufur. Slaufan í ár er gerð úr perlum sem afrískar konur perluðu og er því ávinningurinn tvöfaldur. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Styðjum þetta frábæra framtak – sjá nánar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.