Skip to main content

Brjóstabollan fer vel af stað

Eftir maí 6, 2011Fréttir

Samstarfsverkefni Landssambands bakarameistara og Göngum saman fór vel af stað í gær. Vitað er um mörg fyrirstæki og stofnanir sem buðu starfsfólki upp á Brjóstabolluna í gær og fleiri sem bætast í hópinn í dag. Auk allra hinna fjölmörgu sem hafa gætt sér á bollunni.

Myndin er tekin í Bernhöftsbakarí í morgun af starfskonum með brjóstabollur og í bolum með merki Göngum saman sem voru framleiddir sérstaklega fyrir þetta átak.