Skip to main content

Fleiri göngustaðir bætast við – gengið á Dalvík

Eftir maí 6, 2011Fréttir

Það verður líka mæðradagsganga á Dalvík á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá Menningarhúsinu Berg kl. 11 og gengið í um klukkustund. Allir velkomnir.

Það er ekki bakarí á Dalvík en starfsfólk í Dalvíkurskóla pöntuðu brjóstabollur frá Akureyri og héldu bollukaffi á kennarastofunni. Frábært framtak og sýnir vel þann mikla stuðning sem Göngum saman hefur um land allt. Takk fyrir.