Skip to main content

Ein og hálf milljón safnaðist með sölu á brjóstabollunni

Eftir maí 22, 2012Fréttir

Jóhannes Felixson formaður Landssambands bakarameistara (LABAK)  afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, 1.500.000 kr. í styrktarsjóð félagsins í gær en LABAK, stóð fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10 – 13. maí til stuðnings félaginu. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar brugðust vel við og buðu upp á brjóstabollur með kaffinu mæðradagshelgina. Göngum saman þakkar LABAK innilega fyrir samstarfið og stuðninginn og öllum þeim sem keyptu brjóstabolluna.