Skip to main content

Fyrirstæki styrktu auglýsingar Göngum saman

Eftir maí 18, 2012Fréttir

Hún var falleg opnuauglýsingin í Fréttablaðið um síðustu helgi sem vakti athygli á Mæðradagsgöngu Göngum saman um allt land og brjóstabollunni sem bakarar buðu upp á um mæðradagshelgina til styrktar félaginu. Þökk sé fjölmörgum fyrirtækjum sem styrktu félagið til að auglýsa viðburði helgarinnar, með opnunni og í skjáauglýsingum sjónvarpsins. Án þessara sérstöku auglýsingastyrkja hefði ekki verið mögulegt að vekja sömu athygli á göngunni því það er ófrávíkjanleg regla Göngum saman að það sem safnast í viðburðum og öðrum verkefnum félagsins fer allt í styrktarsjóðinn og nýtist þannig til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Allt starf félagsins er unnið í sjálfboðaliðavinnu og við eigum marga góða stuðningsmenn sem leggja Göngum saman lið. Í ár fengum við fríðan hóp karla og kvenna til að sitja fyrir hjá Báru ljósmyndara í fallegu bolunum hans Munda sem hann hannaði fyrir félagið í tilefni af 5 ára afmæli þess. Auglýsingar félagsins gerði Ólafur Haraldsson grafískur hönnuður. Göngum saman þakkar öllu þessu góða fólki og öðrum sem hafa gengið saman með félaginu í verkefnum þess.