Skip to main content

Esjuganga á háum hælum þriðjudaginn 12 júlí.

Eftir júlí 8, 2011Fréttir

Guðný Aradóttir ætlar að ganga á Esjuna á háum hælum til að vekja athygli á stóru styrktargöngunni þann 4. september nk. Guðný sem hefur verið gönguþjálfari Göngum saman frá upphafi og leiðir mánudagsgöngurnar í Reykjavík gekk á bleikum skóm í heilan mánuð s.l. haust og safnaði áheitum fyrir Göngum saman. Nú ætlar hún að gana á hælaskóm á Esjuna og minna  á Göngum saman.

Guðný vill endilega fá sem flesta með sér – en þeir þurfa ekki að mæta á hælaskóm!

Mæting á bílastæðið kl 17:00 þriðjudaginn 12 júlí.

Við hvetjum fólk til að mæta og ganga með Guðnýju. Einnig hvetjum við fólk til að heita á hana í tengslum við þetta frábæra framtak. Reiningur 301-26-7175 kt. 650907-1750.