Skip to main content

Langatal Göngum saman júlí-des 2011

Eftir júlí 12, 2011Fréttir

Langatal Göngum saman er komið út. Nær frá júlí til desember 2011.S.l. tvö ár hefur Langatal Göngum saman náð frá júní til júní næsta ár á eftir. Í ár var ákveðið að láta Langatalið ná út árið 2011 og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Aðeins hundrað eintök eru í boði og kostar hvert þeirra 1.000 kr. Selt í snyrtivörubúðinni Zebra Cosmetique á Laugavegi 62. Aðeins tekið við peningum og upphæðin rennur öll í styrktarsjóð Göngum saman því velunnari félagsins kostaði gerð dagatalsins.

Styðjum Göngum saman – kaupum Langatalið.