Fjölmenni í Laugardalnum í morgun

Eftir maí 9, 2010Fréttir

Mikið var gaman að ganga saman í Laugardalnum í morgun. Þangað mættu margir, ungir sem aldnir og nutu þess að ganga í vorblíðunni í Reykjavík. Gengið var um Laugardalinn í um klukkustund og var góð stemming í göngunni eins og sjá má á myndunum sem komnar eru inn í myndaalbúmið, það skín gleði úr hverju andliti.

Þetta er í annað sinn sem Göngum saman skipurleggur vorgöngu á mæðradaginn og er hún hugsuð sem upphafið af undirbúningi stóru styrktargöngunnar sem verður 5. september n.k. á nokkrum stöðum á landinu.