Skip to main content

Góð umfjöllun um Göngum saman í N4 sjónvarpinu

Eftir maí 5, 2010Fréttir

S.l. föstudag var gott viðtal í sjónvarpinu N4 við tvær Göngum saman konur á Akureyi, þær Sigríði Síu Jónsdóttur og Þorgerði Sigurðardóttur. Viðtalið var í tilefni kynningarfundar Göngum saman í Sigurhæðum á laugardaginn en Sigríður og Þorgerður sögðu frá félaginu og starfsemi félagsins á Akureyri. Á meðan á viðtalinu stóð rúlluðu ljósmyndir á skjánum frá starfinu á Akureyri auk nokkurra mynda frá ferð Sigríðar og fleiri í Avon gönguna í New York haustið 2007, ferðin sem varð til þess að Göngum saman var stofnað. Unnt er að sjá viðtalið á netinu.