Skip to main content

Frábær ganga í Kaupmannahöfn í frábæru veðri

Eftir maí 10, 2011Fréttir

Mæðradagsganga Göngum saman var haldin í Kaupmannahöfn í fyrsta skipti. Um fjörtíu manns gengu í dásamlegu veðri í Östre Anlæg og þar í kring. Inga Harðardóttir leiddi gönguna sem hófst og endaði í Jónshúsi en þar var kórinn Staka með kaffisölu. Þetta var frábær ganga og mikil stemning í hópnum. Vonum við að þetta verði bara upphafið af fleiri mæðradagsgöngum í Kaupmannahöfn. Sjá myndir úr göngunni undir Myndaalbúm