Skip to main content

Vel heppnuð mæðradagsganga Göngum saman í dag

Eftir maí 8, 2011Fréttir

Mæðradagsganga Göngum saman fór einstaklega vel fram á fimm stöðum en gengið var í Laugardalnum í Reykjavík, í Hveragerði, Borgarnesi, á Dalvík og formaðurinn Gunnhildur Óskarsdóttir leiddi göngu frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Það var mikil stemming á öllum stöðunum og fólk naut sín í veðurblíðunni.

Í Laugardalnum spiluðu Kristín og Nanna Hlíf á harmónikkur sínar fyrir göngufólk en þær setja alltaf svo skemmtilegan svip á göngur Göngum saman. Einnig skemmti ungur saxafónleikari Björn Kristinsson gestum með leik sínum.

Myndir frá göngunni í Laugardal eru komnar inn á myndasafnið hér á síðunni og vonandi koma myndir frá hinum stöðunum líka fljótlega.

Arnór Þ. Sigfússon tók þessa mynd í mæðradagsgöngu Göngum saman í Laugardalnum þar sem smáir og stórir nutu þess að ganga í góða veðrinu.