Fyrstu vorgöngur Göngum saman gengu vel

Eftir maí 11, 2009Fréttir

Vorið góða grænt og hlýtt læðir fjöri um Lystigarðinn … á Akureyri

Góð þátttaka var í vísindarölti um Lystigarðinn á Akureyri á mæðradaginn. Þar voru meðal annars konur frá Dalvík og Reykjavík. Nærri 40 manns röltu um garðinn undir leiðsögn Björgvins Steindórssonar forstöðumanns Lystigarðsins. Eftir gönguna fór hópurinn í stutta gönguferð í nágrenni garðsins.

Í máli Björgvins kom margt forvitnilegt fram um starfsemi og upphaf Lystigarðsins. Meðal annars það að árið 1909 fengu konur land undir lystigarð á Akureyri og í framhaldi af því ræktuðu þær og gróðursettu plöntur. Árið 1912 var garðurinn stofnaður. Það voru konur sem létu drauminn rætast!

 

Í Reykjavík hittust tæplega 300 manns við Skautahöllina, söng saman og gekk um Laugardalinn undir góðri stjórn Guðnýjar Aradóttur. Það var góð stemming og vor í loftinu.

 

Í Lystigarðinum á Akureyi á mæðradaginn