Soroptimistar styrkja Göngum saman

Eftir maí 8, 2009Fréttir

Soroptimistasamband Íslands heldur landsfund í Reykjavík um helgina og stefna soroptimistakonur að því að því að fjölmenna í vorgöngu Göngum saman í Laugardalnum á sunnudaginn.

 

Soroptomistaklúbbar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa veitt Göngum saman höfðinglegan styrk. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Framlag þeirra rennur óskipt í styrktarsjóð félagsins.