Skip to main content

Gleðilegt ár, gengið 12. janúar í Reykjavík

Eftir janúar 4, 2009Fréttir

Kæru félagar í Göngum saman.

Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir samhug og stuðning á liðnu ári.

Vikulegar göngur félagsins hefjast aftur mánudaginn 12. janúar. Gengið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík (v. Fríkirkjuveg/Lækjargötu) og lagt af stað kl. 20:00

Við hvetjum alla félaga til að mæta og ganga með góðum hópi og styrkja þannig bæði líkama og sál.

Hlökkum til að sjá ykkur og ganga með ykkur á nýju ári.