Í ágúst s.l. fjölmennti hópur í Kerlingarfjöll til að ganga til góðs. Þarna voru á ferðinni starfsfólk Icelandair Group og fjölskyldur þeirra en þetta var í fjórða sinn sem Golden Wings skipuleggur slíka göngu á Íslandi. Í ár var ákveðið að styrkja Göngum saman.
Í ár styrkti ITS gönguna með kaupum á bleikum buffum Göngum saman og settu buffin skemmtilegan svip á gönguna sem farin var í björtu og fallegu veðri. Golden Wings styrkti Göngum saman um samtals 345 þúsund og þökkum við þeim kærlega fyrir þetta góða framlag.
Saga Golden Wings er jafngömul Göngum saman því upphaf beggja félaganna má rekja til Avon göngunnar í New York haustið 2007 er upphafskonur þessara félaga gengu eitt og hálft maraþon um Manhattan til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.