Skip to main content

Hátt í þúsund manns gengu saman um allt land í dag.

Eftir september 4, 2011Fréttir

Mikil gleði og stemning ríkti í morgun þegar fólk mætti á 11 stöðum á landinu til að ganga til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Samtals gengu hátt í 1000 manns og lögðu þannig málefninu lið. Margir sjálfboðaliðar komu að undirbúningi og framkvæmd göngunnar og er þeim þakkað fyrir ómetanlegt starf. Einnig þeim fyrirtækjum sem studdu gönguna í ár og síðast en ekki síst er öllum sem gengu saman í dag þakkað fyrir stuðninginn.

Óvæntur stuðningur birtist í Valsheimilinu í morgun þegar U21 landsliðið í fórbolta klæddist Göngum saman bolum á æfingu sem fram fór á Valsvellinum á svipuðum tíma og gangan var.

Mikil stemning var við Hlíðarenda í morgun þegar gangan lagði af stað við undirleik brassbands.