Þrjátíu og einn hljóp Skeiðshlaup!

Eftir september 3, 2011Fréttir

Þrjátíu og einn hljóp Skeiðshlaup í morgun. Lagt var af stað frá bænum Skeiði í Svarfaðardal og  og hlaupið upp í fjöll að Skeiðsvatni, fyrir fjöllin og til baka í gegnum berjaland og yfir tún heim til Skeiðum. Leiðin er um 13 km löng (12,86 km) og að hluta til dráttarvélaslóð, síðan kindaslóð og síðan malarvegur. 1000 kr. af þátttökugjaldinu rennur til Göngum saman.

Göngum saman þakkar þátttakendum innilegar fyrir og ekki síður Myriam og Ingimar á Skeiði fyrir að skipulagningu og frumkvæði.