Unirbúningur styrktargöngunnar á fullu

Eftir september 2, 2011Fréttir

Um allt land er nú verið að undirbúa styrktargönguna sem verður á sunnudaginn kl. 11 á 11 stöðum hringinn í kringum landið.

Í vikunni var viðtal á N4 við forsvarskonur Göngum saman á Akureyri og við munum heyra meira af Göngum saman starfinu í fjölmiðlum næstu daga. Fjölmennum í gönguna á sunnudaginn um allt land.

Búið er að opna fyrir skráningu hér á heimasíðunni en einnig er hægt að borga á staðnum, fólk hvatt til að mæta snemma og vera með reiðufé.