Skip to main content

Kort til styrktar Göngum saman

Eftir nóvember 18, 2008Fréttir

Göngum saman hefur hafið sölu á kortum með mynd eftir Sigurborgu Stefánsdóttur myndlistarkonu. Kortin eru seld 5 saman í pakka og kostar pakkinn 1500 kr.

Bæði er hægt að fá kortin með jólakveðju og einnig án texta og er þá hægt að nota þau sem tækifæriskort allan ársins hring.

Hægt er að panta kort á netfanginu gongumsaman@gongumsaman.is

Endilega látið vini og vandamenn vita.