Skip to main content

Mánudagsgöngurnar í Reykjavík

Eftir nóvember 12, 2008Fréttir

Frá því í haust hafa 30-50 manns gengið með Göngum saman á mánudagskvöldum undir forystu Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara sem hefur séð til þess að allir teygji vel í lok göngu. Í september og fram í október var hist við Perluna og gengið mismunandi leiðir í og við Öskjuhlíðina. Undir lokin var orðið ansi dimmt og gott að flytja yfir í Laugardalinn en þar hefur verið gengið síðasta mánuðinn.

Nú er búið að ákveða að ganga áfram í Laugardalnum fram í aðventuna en flytja gönguna síðan niður í miðbæ og ganga saman í bænum tvö mánudagskvöld fyrir jól, þ.e. 8. og 15. desember. Þá munum við hittast við Fríkirkjuna. Reynsla okkar í fyrravetur var að þegar dimmir meira, og snjór og svell fara að vera algengara er gott að vera í vellýstum miðbænum með upphitaðar gangstéttir.