Skip to main content

Næturganga frá Þingvöllum til Reykjavíkur

Eftir júní 5, 2012Fréttir

Í tilefni fimm ára afmælis Göngum saman hefur Guðný Aradóttir stafgönguþjálfari og einn stofnfélaga Göngum saman ákveðið að ganga frá Þingvöllum til Reykjavíkur að næturlagi þann 15 júní n.k.. Þetta verður ca. 63 km styrktarganga og og lagt af stað frá Vinaskógi á Þingvöllum kl. 20:00, gengin svokölluð Nesjavallaleið og endað við World Class Laugum. Áætlaður tími er 10 klukkustundir plús. Rúta fer frá World Class, Laugum kl. 19:00. Þeir sem vilja fá far með rútunni vinsamlegast látið Guðnýju vita fyrir miðvikudaginn á feisbook eða í tölvupósti. 

Það er hverjum og einum frjálst að ganga þá vegalengd sem hann treystir sé til. Bíll mun fylgja göngunni allan tímann sem hægt verður að setjast upp í og hvíla sig í einhvern tíma og sameinast svo göngunni aftur. Eins verða vatnsbyrgðir með í för til að fylla á brúsa.

Það verður hægt að heita á Guðnýju og alla þá sem taka þátt í göngunni með henni, þátttökugjald í gönguna verður 100 kr á hvern genginn kílómeter.

Upplýsingar um áheitareikninginn 372-13-304102 ktl. 650907-1750. Vinsamlegast sendið tilkynningu um greiðslu á: gudny@stafganga.is

Búið er að útbúa viðburð um gönguna á Facebook og er fólk hvatt til að fylgjast með þar. Guðný mun pósta nánari upplýsingum um gönguna þar þegar nær dregur. Guðný skorar á alla að ganga með sér þessa skemmtilegu leið. Þá er hægt að skrá sig í viðburðinn á FB eða senda Guðnýju póst á gudny@stafganga.is til að fá nánari upplýsingar og skrá sig í gönguna.