Skip to main content

Armböndin hennar Hlínar Reykdal – Ein milljón í styrktarsjóð

Eftir júní 11, 2012Fréttir

Við upphaf göngu um Öskjuhlíðina í kvöld afhenti Hlín Reykdal hönnuður Göngum saman eina milljón króna í styrktarsjóð félagsins. Fjárhæðin er afrakstur sölu af armböndunum fallegu sem Hlín hannaði fyrir Göngum saman og voru seld í apríl s.l.

Göngum saman færir Hlín innilegar þakkir fyrir þetta frábæra framlag og fyrir mjög ánægjulega samvinnu.

Á myndinni eru Ragnhildur Vigfúsdóttir, Hlín Reykdal og Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman