Skip to main content

Þingvallaganga Guðnýjar fór vel af stað

Eftir júní 15, 2012Fréttir

Styrktarganga Guðnýjar Aradóttur hófst við Vinaskóg á Þingvöllum kl. 8 í kvöld – mætt voru næstum 70 manns sem ætla að ganga til Reykjavíkur. Guðný áætlar að gangan sem er um 63 km löng taki um 12 klst. og mun göngufólk enda við World Class Laugum í fyrramálið.

Við hugsum til göngufólksins og allir geta tekið þátt með því að heita á göngufólkið. Áheitareikningurinn er 372-13-304102, kt. 650907-1750. Vinsamlega senda tilkynningu um greiðslu til guðny@stafganga.is  Allt sem safnast í tengslum við gönguna fer í styrktarsjóð Göngum saman.