Skip to main content

Þingvallagangan frábærlega vel heppnuð

Eftir júní 16, 2012Fréttir

Guðný Aradóttir og göngugarpanir sem gengu með henni s.l. nótt frá Vinaskógi á Þingvöllum til Laugardalslaugarinnar Í Reykjavík gengu leiðina sem var um 63 km (eitt og hálft maraþon) á 12 og 1/2 klukkustund með hléum!

Þetta var stórkostleg upplifun fyrir þá sem tóku þátt, sumarnóttin falleg og félagsskapurinn skemmtilegur. Að göngu lokinni var þátttakendum boðið í sund/heitan pott! í Laugardalslauginni.

Göngum saman þakkar Guðnýju fyrir þetta einstaka framtak og göngufólkinu og öllum sem hétu á það innilega fyrir.  Áheitareikningurinn er 372-13-304102, kt. 650907-1750 og það er ennþá tekið við áheitum og framlögum. Vinsamlega sendið tilkynningu um greiðslu til guðny@stafganga.is

Allt sem safnast í tengslum við gönguna fer í styrktarsjóð Göngum saman.

Þátttakendur að morgni á lokasprettinum, allir kátir og glaðir eftir vellukkaða næturgöngu frá Þingvöllum.