Skip to main content

Nýir félagar velkomnir – vikulegar göngur

Eftir janúar 23, 2009Fréttir

Göngum saman stendur fyrir göngum fyrir félaga einu sinni í viku í Reykjavík, á Akureyri og á Dalvík. Einnig hefur verið gengið í Borgarbyggð og í Hveragerði og er það von okkar að fleiri bæjarfélög bætist í hópinn.

Rannsóknir sýna að hreyfing og útivera styrkir ónæmiskerfið og er því góð forvörn við alls kyns kvillum og sjúkdómum. Við hvetjum alla sem tök hafa á að leggja góðu málefni samstöðu og auka eigin hreysti og hreyfingu í leiðinni.

Allir þeir sem taka þátt í göngum á vegum félagsins eru hvattir til að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni. Árgjaldið er 3000 kr. og hægt er að greiða í gegnum heimabanka.