Vorið góða ljúft og hlýtt læðir fjöri um Lystigarðinn
Akureyrardeild Styrktarfélagsins Göngum saman efnir til vísindarölts fyrir alla fjölskylduna á mæðradaginn sunnudaginn 10. maí í Lystigarðinum. Mæting er við Eyrarlandsstofu í Lystigarðinum kl. 11:00 og rölt um garðinn.
Göngunni á mæðradaginn er ætlað að vekja athygli á Stóru styrktargöngu Göngum saman sem haldin verður í þriðja sinn 6. september næstkomandi. Þá verður gengið á nokkrum stöðum á landinu. Stóra styrktargangan er aðalfjáröflunarleið félagsins.
Vísindaröltið á mæðradaginn 10. maí markar upphafið að undirbúningi fyrir Stóru styrktargönguna í september. Á Akureyri er gengið á hverjum þriðjudegi kl. 19:30. Í sumar er gengið í Kjarnaskógi en meðan enn er blautt þar þá er gengið frá Íþróttahöllinni á sama tíma.
Ekkert þátttökugjald er í vísindaröltið en frjáls framlög eru vel þegin. Einnig verður hægt að kaupa gjafakort, boli og buff með merki félagsins. Andvirði sölunnar rennur óskipt í styrktarsjóð félagsins.
Allir hvattir til að mæta.