Skip to main content

Vorganga Göngum saman sunndaginn 9. maí

Eftir apríl 19, 2010Fréttir

Á mæðradaginn, sunnudaginn 9. maí, efnum við til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna í Laugardalnum. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni kl. 11 og gengið um dalinn í um það bil klukkustund.
Gangan er gjaldfrjáls en tekið verður við frjálsum framlögum í styrktarsjóðinn auk þess sem skemmtilegur varningur verður seldur fyrir og eftir göngu og rennur andvirði sölunnar einnig í styrktarsjóðinn.

Gangan markar upphafið að undirbúningi fyrir Stóru styrktargönguna 5. september næstkomandi en þá verður gengið víða um land. Við minnum á að félagar í Göngum saman á höfuðborgarsvæðinu ganga reglulega öll mánudagskvöld kl. 20 til undirbúnings fyrir Stóru haustgönguna. Um þessar mundir er gengið í Elliðaárdalnum.

Frá vorgöngunni á mæðradaginn 2009.