Skip to main content

Breyttur göngustaður og nýtt fyrirkomulag í göngum í Rvík

Eftir mars 30, 2010Fréttir

Nú eru vikulegu göngurnar í Reykjavík komnar í páskafrí og þegar við hittumst á ný, mánudaginn 12. apríl, er mæting á Sprengisandi v/Reykjanesbraut en þaðan komumst við í undirgöngum yfir í Elliðaárdalinn.

Þá verður einnig sú nýbreytni í göngunum að við verðum með tvo hópa sem munu ganga mishratt þannig að fleiri ættu að finna sér hraða við sitt hæfi. Hóparnir leggja af stað á sama tíma og eins og venjulega leiddir af góðu fólki sem stýrir hraðanum og ákveður hvar gengið er. Í lok göngunnar hittast allir og teygja saman.