Frábær stemnig á gæðastund á Akureyri

Eftir apríl 20, 2012Fréttir

Frábær stemning var á gæðastund Göngum saman sem haldin var í Keramikgalleríi Margrétar Jónsdóttur á Akureyri í dag. Hlín Reykdal hönnuður og Gunnhildur Óskarsdóttir formaður kynntu og seldu armböndin fallegu sem Hlín hannaði fyrir Göngum saman. Göngum saman konur á Akureyri undirbjuggu þessa góðu stund þar sem boðið var upp á veitingar og tónlist. Það er skemmst frá því að segja að armböndin runnu út og eru sama sem uppseld.

Innilegar þakkir til allra sem komu að þessari skemmtilegu stund og sérstakar þakkir til Margrétar fyrir að bjóða okkur til sín.