Gleði á kynningunni í verslun Munda

Eftir maí 3, 2012Fréttir

Það var mikil gleði og stemming í versluninni hjá Munda í gær þegar nýju bolirnir og buffin sem Mundi hannaði fyrir Göngum saman voru kynnt. Hljómsveitin Gleðisveit Lýðveldisins gladdi viðstadda með skemmtilegri tónlist og buddur sáust á lofti. Hægt verður að kaupa boli og buff í versluninni á Laugavegi 37 til 13. maí auk þess sem þau verða seld í göngum félagsins víða um land á mæðradaginn (sunnudaginn 13. maí), sjá staðsetningar í viðburðadagatalinu.

Mundi segir frá verkefninu í viðtali við Monitor sem kom út í morgun, sjá hér.