Skip to main content

Göngum saman um allt land á mæðradaginn 13. maí kl. 11

Eftir maí 7, 2012Fréttir

Á mæðradaginn verður styrktarganga Göngum saman um allt land kl. 11:00

Gengið verður á 13 stöðum hringinn í kringum landið. Nýjir staðir hafa bæst við frá í fyrra, t.d. Stórutjarnaskóli og Reykjanesbær.

Göngustaðir í ár:

  • Reykjavík – við Skautahöllina í Laugardal
  • Akranes – gengið frá sundlauginni á Jaðarsbökkum; tvær vegalendir, 3 og 5 km
  • Borgarnes – pílagrímsganga frá Borg á Mýrum að Borgarneskirkju
  • Stykkishólmur – frá sundlauginni; 5 km; frítt í sund á eftir
  • Patreksfjörður – frá íþróttahúsinu Bröttuhlíð; tvær vegalendir, 3 og 5 km
  • Ísafjörður – frá gamla sjúkrahúsinu; tvær vegalendir, 3 og 7 km
  • Akureyri – frá Lystigarðinum; tvær vegalengdir í boði
  • Stórutjarnaskóli – gengið um hólana í kringum skólann; íslensk kjötsúpu á eftir; frítt í sund
  • Egilsstaðir – frá bílastæðinu við Selskóg; frítt í sund á eftir
  • Reyðarfjörður – frá Stríðsárasafninu; frítt í sund á Eskifirði á eftir
  • Höfn – frá sundlauginni; tvær vegalendir, 3 og 7 km; frítt í sund á eftir
  • Hveragerði – frá sundlauginni í Laugaskarði; frítt í sund á eftir
  • Reykjanesbær – frá Íþróttaakademíunni; tvær vegalengdir, rúmir 2 og 5 km

Frítt er í göngurnar en það verður tekið á móti frjálsum framlögum. Þá verður ýmis varningur sem framleiddur hefur verið fyrir Göngum saman til sölu á göngustöðunum, m.a. ný buff og bolir sem hönnuðurinn Mundi hannaði fyrir félagið í tilefni 5 ára afmælisins.

Göngum saman nýtur aftur í ár góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10 – 13. maí í tengslum við mæðradaginn. Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna.