Tveir piltar kynntu Göngum saman í skólanum

Eftir maí 7, 2012Fréttir

Gögnum saman fer víða. Það er gaman að segja frá því að tveir piltar í 10. bekk í Lindaskóla í Kópavogi völdu sér það verkefni í þjóðfélagsfræði að segja frá styrktarfélaginu Göngum saman. Þeir heita Eiríkur Orri Agnarsson og Ísak Freyr Hilmarsson. Strákarnir útbjuggu verkefnið á Prezi.com og þar settu þeir fram ýmsan fróðleik um félagið. Meðal annars tóku þeir viðtal við formann Göngum saman, Gunnhildi Óskarsdóttur. Hægt er að sjá verkefnið þeirra hér.

Þegar Eiríkur Orri og Ísak Freyr kynntu verkefnið í skólanum klæddust þeir nýju bolunum sem Mundi hannaði.