Skip to main content

Lopabrjóstin hlaðast inn, sjón er sögu ríkari

Eftir október 23, 2013Fréttir

Fjórða og síðasta prjónakaffið á vegum Göngum saman og Fjallaverksmiðju Íslands var í dag í Hannesarholti. Um fimmtíu konur komu og prjónuðu lopabrjóstahúfur, settu fóður inn í húfurnar, spjölluðu, fengu sér veitingar í Borðstofunni í Hannesarholti og nutu samveru. Alls hafa um hundrað konur prjónað um 250 húfur sem seldar verða á sérstakri húfu uppskeruhátíð í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík, laugardaginn 9. nóvember k. 15 – 17. Göngum saman þakkar prjónakonunum fyrir einstaka samveru og framlag, Ístex fyrir allan lopann, Hannesarholti fyrir að bjóða okkur velkomin í þetta fallega hús.  Kristín Helga og Fjallaverksmiðja Íslands fá stórt TAKK fyrir frábært samstarf og frumkvæðið að þessu skemmtilega og gefandi verkefni. Hver einasta króna fyrir þetta verkefni fer beint í styrktarsjóðinn og eru félagar og velunnarar hvattir til að mæta í Hannesarholt þann 9. nóvember og tryggja sér húfu. Fyrstir koma fyrstir fá!