Skip to main content

Mæðradagsgangan á sunnudag

Eftir maí 11, 2012Fréttir

Engan bilbug er að finna á þeim vösku konum sem skipuleggja mæðradagsgöngur víða um land á sunnudaginn kl. 11. Við ætlum að bjóða náttúruöflunum birginn og fer líklega vel á því þegar málefnið sem við göngum fyrir er haft í huga.

Þó er ein skynsamleg undantekning. Vegna aðstæðna á Stórutjörnum verður gengið þar á laugardaginn kl. 11.

Allar aðrar göngur verða samkvæmt áætlun. Skipuleggjendur hafa gert ráðstafanir til að bregðast við veðrinu og við hvetjum alla sem taka þátt til að klæða af sér veðrið.

Við göllum okkur upp á sunnudaginn, gefum veðrinu langt nef og njótum hressandi útivistar fyrir mikilvægt málefni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.