Skip to main content

Vel heppnuð ganga frá Stórutjarnaskóla

Eftir maí 12, 2012Fréttir

Í ár var í fyrsta skipti boðið upp á Göngum saman göngu frá Stórutjarnaskóla. Vegna slæmrar veðurspár norðan heiða var ákveðið að flýta göngunni þar um einn sólarhring og því var hún í dag.Gangan gekk mjög vel, veðrið var kyrrt, sólarlítið og hiti um 12°c. Lagt var af stað kl.11 og gengið kringum hólana og tjarnirnar við skólann.

Eftir göngu var boðið upp á súpu í skólanum. Það var góð þátttaka og fólk ánægt með þennan skemmtilega viðburð.