Skip to main content

Siglufjörður bætist við

Eftir maí 12, 2012Fréttir

Það er ánægjulegt hversu mikill áhugi er á Mæðradagsgöngu Göngum saman um allt land. Nýr staður hefur bæst við.

Göngum saman hefur fengið góðan stuðning frá Siglufirði. Þar hefur Ásdís Kjartansdóttir fengið nokkrar góðar konur í lið með sér og þær ætla að ganga saman á Mæðradaginn. Lagt verður af stað frá Torginu kl. 11 og mun veður ráða för. Eftir gönguna ætla þær svo að fá sér súpu hjá Ásgeiri á Torginu.

Sjá nánar á www.sksiglo.is