Mundi hannar boli og buff fyrir Göngum saman

Eftir apríl 26, 2012Fréttir

Hönnuðurinn Mundi hefur hannað bol og buff fyrir Göngum saman í tilefni 5 ára afmælis félagsins. Við fögnum því að fá þessa frábæru ungu hönnuði í lið með Göngum saman. Á miðvikudaginn kemur, 2. maí, kl. 17 – 19 verða nýi bolurinn og buffið kynnt í verslun hans á Laugavegi 37 og eru allir hvattir til að mæta. Bolirnir og buffin verða síðan í sölu í búðinni í tvær vikur eða framyfir göngu Göngum saman á mæðradaginn.

Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist.