Göngum saman á Akureyri mun ganga frá Kirkjugörðum Akureyrar í vetur. Mæting við fremsta hliðið kl. 17:30. Allir velkomnir.
Styrkveiting Göngum saman fór fram nú í eftirmiðdaginn við hátíðlega athöfn í sal Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins. Við athöfnina söng 10 ára stúlka, Hólmfríður Hafliðadóttir og eins tóku félagar í Fóstbræðrum lagið.
Að þessu sinni hlutu fjórir aðilar rannsóknastyrki, samtals 5 milljónir. Styrkþegar Göngum saman árið 2009 eru:
-
dr. Inga Reynisdóttir forstöðumaður á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.
- dr. Jórunn Erla Eyfjörð prófessor í erfðafræði
-
dr. Rósa Björk Barkardóttir klínískur prófessor á Landspítala-háskólasjúkrahúsi
- ·Valgarður Sigurðsson doktorsnemi við HÍ
Heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir afhenti styrkina.
Fjölmenni var við athöfnina. Myndir frá henni eru komnar í myndaalbúmið.
Styrkþegar Göngum saman árið 2009 ásamt Gunnhildi Óskarsdóttur formanni félagsins og Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra.
Nýlegar athugasemdir