Skip to main content
Monthly Archives

júní 2016

Landsamband bakarameistara veitir Göngum saman eina milljón

Eftir Fréttir

Landssamband bakarameistara, LABAK, hefur undanfarin 6 ár efnt til sölu á brjóstabollum á mæðradaginn til stuðnings Göngum saman. Að þessu sinni söfnuðu félagsmenn LABAK einni milljón króna. Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman það sem safnaðist við upphaf vikulegrar hressingargöngu Göngum saman við Perluna s.l. mánudag.

Alls hefur LABAK safnað um átta milljónum króna með þessu verkefni á síðastliðnum sex árum.  Göngum saman þakkar LABAK fyrir samstarfið og þeirra ómetanlega framlag í styrktarsjóðinn.

Á myndinni eru Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman við afhendngu styrksins s.l. mánudag áður en lagt var af stað í göngu.

Auglýst eftir styrkjum í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjósta-krabbameini.  Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2016.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.

Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa

 Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér:  auglysing_styrkur_2016.doc fyrir 5. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2016

Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá einnig auglýsingu: gs_styrkumsokn_2016.doc