Skip to main content
Monthly Archives

maí 2025

Mæðradagsganga sunnudaginn 11. maí kl. 11

Eftir Fréttir
Á Mæðradaginn, sunnudaginn 11. maí, efnir Göngum saman til vorgöngu.
Gengið verður frá Háskólatorgi kl. 11 undir lúðrablæstri. Genginn verður stuttur hringur  um Suðurtjörnina í Hljómskálagarði. Ganga við allra hæfi.
Á Háskólatorgi munu vísindamenn sem þegið hafa styrki Göngum saman kynna verkefni sín og og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl skemmtir gestum.
Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini með frjálsum framlögum eða með því að kaupa prjónauppskriftir og höfuðklúta með merki Göngum.
Við hvetjum til þátttöku í þessari fjölskylduvænu útiveru.

Brjóstasnúðarnir komnir í sölu

Eftir Fréttir

Mæðradagurinn nálgast og sjöunda árið í röð standa snillingarnir hjá Brauð&co fyrir fjáröflunarátaki fyrir styrktarsjóð Göngum saman.

Stuðningur þeirra hefur verið félaginu afar mikils virði.

Gómsætir hindberjasnúðar  verða seldir í bakaríum þeirra 2. – 11. maí og rennur allt söluandvirði snúðanna óskipt í styrktarsjóðinn.

Nú treystum við á að velunnarar  Göngum saman geri sér dagamun, kaupi gómsæta snúða og styrki um leið félagið.

Verði ykkur að góðu!