Göngum saman á Akureyri ætlar að taka göngufrí fram til 11. ágúst. Sjáumst hressar og kátar í Kjarna kl. 19:30 þriðjudaginn 11. ágúst.
Engar mánudagsgöngur verða í Reykjavík næstu tvo mánudaga. Upplýsingar um hvaðan gengið verður þann 10. ágúst n.k. munu verða settar á heimasíðuna þegar nær dregur.
Mánudaginn 20. júlí s.l. var Göngum saman boðið upp á göngu á Þingvöllum og var farin svokölluð eyðibýlaganga undir leiðsögn Magnúsar Halls Jónssonar landvarðar á Þingvöllum.
Þátttaka var mjög góð og gengið var í stórkostlegu veðri í fallegu umhverfi.
Nýlegar athugasemdir