Í tengslum við styrktargönguna um daginn gerði Göngum saman samkomulag við Blómaval og mun hluti andvirðis Erika sem seljast hjá fyrirtækinu fara í styrktarsjóð Göngum saman. Haustið er tími Erika og nú getum við stutt gott málefni um leið og við kaupum okkur blóm.
Það er óhemjugaman þegar yngri kynslóðin leggur sitt að mörkum til góðgerðamála og við hjá Göngum saman höfum verið einstaklega gæfusöm hvað þetta varðar. Hver man ekki eftir stelpunum í Laugarnesinu með tombólurnar og 10. bekkingunum í Háteigsskóla. Ekki má heldur gleyma öllum krökkunum og unglingunum sem hjálpuðu í stjálfboðastarfi við framkvæmd styrktargöngunnar sem fram fór víða um land um daginn.
Og nú hafa tveir 12 ára strákar úr Vestmannaeyjum bæst í þennan frækilega hóp. Lúkas Jarlsson og Jóel Þórir Ómarsson hafa spilað á saxófónana sína fyrir fólk í Eyjum og safnað þannig pening sem þeir aftentu Göngum saman í styrktarsjóðinn, alls 30 þúsund krónur. Frábært hjá strákunum. Það er viðtal við strákana í Fréttablaðinu í morgun.
Um þúsund manns gengu á sjö stöðum á landinu í dag til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini þ.e. í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og í Vestmannaeyjum. Mikil stemning var á öllum stöðum og ánægjulegt að sjá svo marga leggja málefninu lið. Göngum saman þakkar innilega öllum þeim sem tóku þátt í göngunni og/eða lögðu félaginu lið í tengslum við hana.
Úr göngunni í Elliðaárdalnum (sjá fleiri myndir í myndaalbúminu):
Nýlegar athugasemdir