Göngum saman boðar til morgunverðarfundar laugardaginn 1. maí 2010 kl. 10:30 á Sigurhæðum, neðan við Akureyrarkirkju, aðkoma frá Hafnarstræti. Tilgangur fundarins er að kynna starfsemi félagsins á landsvísu og ekki síst á Norðurlandi.1. maí er safnadagur á Akureyri og á Sigurhæðum verður dagurinn tileinkaður ,,Konum í húsi skáldsins”.Dagskrá fundarins:· Anna Jóna Guðmundsdóttir sálfræðikennari og sérfræðingur í jákvæðri sálfræði verður með erindi um hamingjuna og hvernig við getum verið hamingjusamari.· Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman kynnir félagið.· Fulltrúar Akureyrar- og Dalvíkurdeildar segja frá starfinu á Norðurlandi.Glæsilegur morgunverður verður fram borinn gegn vægu verði.Andvirðið rennur til félagsins.
Á mæðradaginn, sunnudaginn 9. maí, efnum við til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna í Laugardalnum. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni kl. 11 og gengið um dalinn í um það bil klukkustund.
Gangan er gjaldfrjáls en tekið verður við frjálsum framlögum í styrktarsjóðinn auk þess sem skemmtilegur varningur verður seldur fyrir og eftir göngu og rennur andvirði sölunnar einnig í styrktarsjóðinn.
Gangan markar upphafið að undirbúningi fyrir Stóru styrktargönguna 5. september næstkomandi en þá verður gengið víða um land. Við minnum á að félagar í Göngum saman á höfuðborgarsvæðinu ganga reglulega öll mánudagskvöld kl. 20 til undirbúnings fyrir Stóru haustgönguna. Um þessar mundir er gengið í Elliðaárdalnum.
Frá vorgöngunni á mæðradaginn 2009.
Nýlegar athugasemdir