Skip to main content
Monthly Archives

maí 2011

Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman

Eftir Fréttir

Brjóstabollan fer í sölu í bakaríum landsins á morgun. Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 5.- 8. maí í tengslum við mæðradaginn. Fyrirtæki, stofnanir, kaffihús, matsölustaðir og landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða –  brjóstanna vegna.

Hér er hægt að nálgast veggspjaldið með Brjóstabollunni Brjostabollan_endanleg_high.pdf

Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina – brjóstanna vegna

Verkís styrkir Göngum saman með því að kaupa brjóstabolluna

Eftir Fréttir

Verkfræðistofan Verkís býður starfsfólki sínu upp á brjóstabolluna á fimmtudaginn.
Verkís sem er um 300 manna vinnustaður býður venjulega upp á afmæliskaffi  fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Í staðinn fyrir að vera með afmæliskaffið á miðvikudaginn verður það haldið fimmtudaginn 5. maí og boðið verður upp á brjóstabollurnar í staðinn fyrir hefðbundnar afmæliskökur. Verkís hefur áður styrkt félagið og þökkum við þeim þeirra stuðning um leið og við hvetjum við önnur fyrirtæki til að bjóða brjóstabollur með kaffinu 5. – 8. maí.

Bakarameistarar styðja Göngum saman með því að selja brjóstabolluna í bakaríum landsins frá fimmtudegi til sunnudags – mæðradaginn

.

Mæðradagsganga á sunnudaginn kl. 11

Eftir Fréttir

Göngum saman stendur í þriðja sinn fyrir mæðradagsgöngu í Laugardalnum n.k. sunnudag kl. 11. Með mæðradagsgöngunni fögnum við vorinu og er hún upplögð fjölskylduganga. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni og mun Guðný Aradóttir stafgönguþjálfari leiða gönguna.

Hægt er að nálgast auglýsinguna hér – endilega prentið út og hengið upp á vinnustöðum.

Vor2011GS_A3_Vor2011_C.pdf