Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2014

Eitthvað á hverjum degi – Minningarganga Kittýjar

Eftir Fréttir

Eitthvað á hverjum degi – Minningarganga Kittýjar

Gengið frá Héðinsfirði um Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar og að íþróttamiðstöðinni að Hóli þar sem seld verður súpa og brauð.

Gangan hefst kl. 16. Fríar rútuferðir frá íþróttamiðstöðinni að Hóli að upphafsstað göngu kl. 15.

Kvöldskemmtun í Allanum á Siglufirði kl. 20.30.

Sjá nánar hér…

Sextíu og sex tóku þátt í maraþoninu í dag fyrir Göngum sama

Eftir Fréttir

Sextíu og sex manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun hefur gengið mjög vel en hægt er að heita á hlaupara til mánudags á hlaupastyrkur.is og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.

Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.

Hvatningalið Göngum saman á horninu á Lynghaga og Ægissíðu

Eftir Fréttir

Kæru félagar.

Nú hafa 67 skráð sig í maraþonið fyrir Göngum saman!

Við verðum með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:40 en fyrstu hlaupararnir leggja þá af stað frá Lækjartorgi.

Komið og hvetjið okkar fólk. Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er enn í fullum gangi. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá

 http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

 

Tímasetning hlaups frá Lækjargötu

08:40 Maraþon, hálfmaraþon og boðhlaup.
09:35 10 km hlaup

Heitum á hlauparana!

Eftir Fréttir

Nú þegar hafa margir sýnt stuðning í verki við Göngum saman í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður í Reykjavík 23. ágúst n.k. og  51 hefur skráð sig til þátttöku í maraþoninu fyrir félagið. Takk fyrir allir saman.

Nú eru aðeins nokkrir dagar eru til stefnu og við hvetjum alla til að taka höndum saman og styrkja félagið enn frekar með því að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram. Hér má sjá lista yfir þá sem hlaupa fyrir Göngum saman og þar eru leiðbeiningar um hvernig unnt er að heita á hlaupara.

Til þátttakenda í Reykjavikurmaraþoninu

Eftir Fréttir

Kæru þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman.

Kærar þakkir fyrir að leggja okkar mikilvæga málefni lið!

Við hvetjum ykkur til að safna áheitum á hlaupastykur.is og  benda velunnurum ykkar á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750

Félagið verður með hvatningastöð á horninu á Lynghaga og Ægissíðu og eru velunnarar hvattir til að mæta á staðinn og hvetja hlaupara.

Eitthvað á hverjum degi – Minningarganga Kittýjar

Eftir Fréttir

Kristbjörg Marteinsdóttir, Kittý, eins og hún var jafnan kölluð, lést af völdum brjóstakrabbameins í lok árs 2009 eftir að hafa barist við sjúkdóminn í 6 ár. Í meðferðarferlinu lagði hún áherslu á að láta ekki sjúkdóminn stjórna lífi sínu heldur lifa til fulls. Hún stundaði göngu og setti sér það markmið að ganga daglega undir kjörorðunum „eitthvað á hverjum degi“. Kittý gerðist félagi í Göngum saman og var virkur og ötull félagi. Um tíma var hún formaður fjáröflunarnefndar félagsins og átti margar hugmyndir að öflun fjármagns í styrktarsjóðinn.

Ættingjar og vinir Kittýjar vilja heiðra minningu hennar og gera það í hennar anda með því að halda styrktargöngu laugardaginn 30. ágúst á Siglufirði þar sem Kittý var fædd og uppalin. Gengið verður frá Héðinsfirði um Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar og að íþróttamiðstöðinni að Hóli þar sem seld verður súpa og brauð. Þeir sem vilja styttri göngu geta sameinast göngumönnum við gangamunnann Siglufjarðarmegin og gengið að Hóli. Gangan hefst kl. 16 en fríar rútuferðir verða frá Hóli kl. 15 að upphafsstað göngunnar. Þarna gefst einstakt tækifæri til að fara fótgangandi um Héðinsfjarðargöng.

Um kvöldið verður skemmtun í Allanum á Siglufirði þar sem Magni Ásgeirs og félagar skemmta ásamt fleirum.

Gangan er gjaldfrjáls en aðgangseyrir að kvöldskemmtuninni er kr. 2.500. Þá verður ýmis varningur seldur fyrir og eftir göngu. Allur ágóði rennur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Einnig hefur verið stofnaður reikningur í Sparisjóði Siglufjarðar og er reikningsnúmerið 1102-26-121264, kennitala 250645-3179. Öll framlög eru vel þegin.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 23 ágúst nk

Eftir Fréttir

Nú styttist í maraþonið. Við hvetjum okkar þátttakendur til að safna áheitum á hlaupastykur.is og einnig hvetjum við alla sem sjá sér fært að leggja okkur lið með því að heita á hlauparana okkar sjá http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650907-1750