Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2016

Minnum á: Auglýst eftir styrkjum í styrktarsjóð Göngum saman

Eftir Fréttir

Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á brjósta-krabbameini.  Áætlað er að veita allt að 10 milljónum í styrki á árinu 2016.

Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) við háskóla og rannsóknastofnanir geta sótt um styrk.

Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa

 Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sjá hér:  auglysing_styrkur_2016.doc fyrir 5. september nk. á netfangið styrkir@gongumsaman.is merkt -Styrkumsókn 2016

Styrkurinn verður veittur í október, en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá einnig auglýsingu: gs_styrkumsokn_2016.doc

Kærar þakkir fyrir þátttöku, áheit og hvatningu í maraþoninu

Eftir Fréttir

Áttatíu og átta manns tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Göngum saman. Áheitasöfnun gekk mjög vel og nú þegar hafa safnast 2.532.786 kr. Sem er stórkostlegt! Hægt er að heita á hlaupara til mánudags á hlaupastyrkur.is og því er ekki ennþá komin endanleg tala yfir það hversu mikið safnaðist.

Göngum saman þakkar innilega öllum hlaupurum yfir þátttökuna og einnig öllum þeim sem hétu á þá. Hvatningaliðinu á horninu á Ægissíðu og Lynghaga er þakkað fyrir hvatninguna og einnig öllum öðrum sem hafa hvatt hlauparana til dáða. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur.

Til þátttakenda í maraþoninu fyrir Göngum saman

Eftir Fréttir

Skilaboð til þátttakenda í maraþoninu:
Ragnheiður Jónsdóttir stofnfélagi í Göngum saman býður öllum sem taka þátt fyrir félagið í súpu í Hannesarholti að maraþoninu loknu. Hannesarholt er staðsett á Grundarstíg 10 á horni Skálholtsstígs.

72 þátttakendur skráðir fyrir félagið – hvetjum okkar fólk

Eftir Fréttir

Nú hafa 72 þátttakendur skráð sig í maraþonið fyrir Göngum saman og ennþá er opið fyrir netskráningu!!

Við verðum með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:40 en fyrstu hlaupararnir leggja þá af stað frá Lækjartorgi.

Komið og hvetjið okkar fólk. Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld …

Því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er enn í fullum gangi. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/52/gongum-saman

  Tímasetning hlaups frá Lækjargötu

08:40 Maraþon og hálfmaraþon
09:35 10 km hlaup

Hvatningarlið Göngum saman á horninu á Lynghaga og Ægissiðu

Eftir Fréttir

Göngum saman verður með hvatningalið á horninu á Lynghaga og Ægissíðu eins og undanfarin ár frá klukkan 8:40 en fyrstu hlaupararnir leggja þá af stað frá Lækjartorgi.

Komið og hvetjið okkar fólk. Takið með ykkur hluti sem heyrist í s.s. hrossabresti og eldhúsáhöld … því fleiri sem koma og hvetja þátttakendur því skemmtilegra!

Áheitasöfnun er enn í fullum gangi. Látum gott af okkur leiða og heitum á þetta flotta fólk, sjá https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/52/gongum-saman

Vikulegar göngur á Akureyri

Eftir Fréttir

Göngum saman á Akureyri mun hefja göngu kl. 17:00 á þriðjudögum í ágúst og september. Til að fá fjölbreytni í göngurnar verður lagt af stað frá mismunandi stöðum og er fólk beðið að hafa samband við Þorgerði Sigurðardóttur á facebook eða með tölvupósti togga@simnet.is til að fá upplýsingar um upphafsstað.

Allir velkomnir.