Stjórn Göngum saman auglýsir eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna á
brjóstakrabbameini. Áætlað er að veita allt að 10 milljónum króna í styrki á árinu 2021.
Vísindamenn og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi við íslenska háskóla og
rannsóknastofnanir geta sótt um styrk. Skilyrði er að verkefnið flokkist sem grunnrannsóknir á
brjóstakrabbameini. Ekki er veittur styrkur til tækjakaupa.
Umsóknareyðublað og almennar upplýsingar um útfyllingu umsóknar má nálgast hér á hér á heimasíðunni.
Umsókn skal senda á netfangið styrkir@gongumsaman.is fyrir lok dags mánudagsins 6. september
2021. Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.
Styrkir eru veittir skv. áherslum félagsins og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna.
Göngum saman getur óskað eftir frekari upplýsingum og/eða farið fram á að umsækjendur kynni
verkefni sín áður en endanleg ákvörðun um styrkveitingu er tekin. Stjórn Göngum saman áskilur sér
rétt til að ákveða skiptingu styrkja, sem og að hafna öllum umsóknum.
Úthlutun styrkja fer fram í október en sá mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini
Nýlegar athugasemdir