Skip to main content
Monthly Archives

maí 2022

Aðalfundur Göngum saman 2022

Eftir Fréttir

Aðalfundur Göngum saman 2022 verður haldinn á fjarfundaformi mánudaginn 30. maí kl. 17:30.

Dagskrá:

  1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
  2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
  3. Kosning stjórnar og varastjórnar.
  4. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Önnur mál.

Félagar eru eindregið hvattir til að taka þátt á fundinum með því að velja þessa  slóð á zoom.

Göngum saman í Þórsmörk

Eftir Fréttir

Laugardaginn 4. júní 2022 verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK. Markmið viðburðarins er að koma saman, njóta frábærrar útivistar í einstakri náttúru og safna um leið fé til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails, í samvinnu við Göngum saman, hefur skipulagt frábæra dagskrá þar sem boðið verður upp á rútuferðir, göngu, grillveislu og kvöldvöku við varðeld. Lagt verður upp frá Húsadal og gönguleiðsögn verður um þrjár mismunandi leiðir svo allir ættu að finna göngu við hæfi. Þátttakendur greiða skráningargjald sem rennur óskipt í styrktarsjóð Göngum saman, auk þess sem Volcano trails leggur fram mótframlag.

Nokkrir mismunandi gistimöguleikar eru í boði alla helgina og veitingasala er í Húsadal.

Dagsferð er einnig möguleg og eru rútuferðir í boði frá ýmsum stöðum.

Göngufólk getur einnig lagt málefninu lið með því að safna áheitum fyrir gönguna.

Nánari upplýsingar og skráning  HÉR.

Brauð&co selur snúða til styrktar Göngum saman

Eftir Fréttir

Nú nálgast mæðradagurinn og eins og undanfarin ár standa snillingarnir hjá Brauð&co fyrir fjáröflunarátaki fyrir styrktarsjóð Göngum saman.

Stuðningur þeirra hefur verið félaginu afar mikils virði.

Alla vikuna 2. – 8. maí verða gómsætir hindberjasnúðar seldir í bakaríum þeirra og rennur allt söluandvirði snúðanna óskipt í styrktarsjóðinn.

Nú treystum við á að velunnarar  Göngum saman geri sér dagamun, kaupi gómsæta snúða og styrki um leið félagið.

Verði ykkur að góðu!