Kærar þakkir til allra sem hlupu fyrir Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu og ekki síður til þeirra sem hétu á hlauparana okkar.
32 hlupu fyrir félagið og samtals söfnuðu þau tæplega 2,5 milljónum í styrktarsjóðinn.
Kærar þakkir til allra sem hlupu fyrir Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu og ekki síður til þeirra sem hétu á hlauparana okkar.
32 hlupu fyrir félagið og samtals söfnuðu þau tæplega 2,5 milljónum í styrktarsjóðinn.
Hvatningastaður Göngum saman í Reykjavíkurmaraþoninu verður eins og undanfarin ár á horninu á Lynghaga og Ægissíðu. Takið daginn snemma og komið að hvetja hlauparana okkar. Takið með ykkur eitthvað sem heyrist í, potta, sleifar, hrossabresti.
Fyrstu hlauparar leggja af stað frá Lækjargötunni kl. 8.40 og verða komnir á Ægissíðuna nokkrum mínútum síðar.
Svo má ekki gleyma að heita á þetta góða fólk á hlaupastyrkur.is
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022 fer fram laugardaginn 20. ágúst.
Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig:
Við hvetjum velunnara Göngum saman til að taka þátt og safna áheitum fyrir styrktarsjóðinn.
Skráning á Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Áheitasöfnun hlauparanna okkar fer fram á hlaupastyrkur.is
Nýlegar athugasemdir